Viðskipti innlent

Vísitala neysluverðs hækkar

Jakob Bjarnar skrifar
Útsölur er nú víða um garð gengnar.
Útsölur er nú víða um garð gengnar.
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í ágúst 2013 hækkaði um 0,34 prósent frá fyrra mánuði.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,36 prósent frá júlí. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Sumarútsölur eru víða um garð gengnar og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,1 prósent. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 11,9 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3 prósent og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 4,2 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,6 prósent sem jafngildir 2,5 prósenta verðbólgu á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×