Viðskipti innlent

Byggðastofnun hagnaðist um 184 milljónir

Hreinar vaxtatekjur Byggðastofnunar voru 221,3 milljónir króna eða 42,0% af vaxtatekjum.
Hreinar vaxtatekjur Byggðastofnunar voru 221,3 milljónir króna eða 42,0% af vaxtatekjum.
Hagnaður Byggðastofnunar á fyrri hluta ársins nam 184,2 milljónum króna, samanborið við 206,4 milljóna króna tap á sama tímabili 2012.

Viðsnúninginn má að mestu rekja til staðfestingu Hæstaréttar Íslands á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Byggðastofnunar gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hf. þar sem  forgangskrafa Byggðastofnunar að fjárhæð 271,3 milljónir króna var viðurkennd.  238 milljónir króna af þeirri kröfu höfðu áður verið afskrifaðar.

Hreinar vaxtatekjur stofnunarinnar voru 221,3 milljónir króna eða 42,0% af vaxtatekjum, samanborið við 317,4 milljónir á sama tímabili 2012. Laun og almennur rekstrarkostnaður námu 205 milljónum á fyrri helmingi ársins samanborið við 166 milljónir á sama tímabili 2012.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×