Viðskipti innlent

Óvæntur hagnaður hjá WOW air

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air  gerði ráð fyrir að tap yrði á rekstri félagsins fyrstu árin.
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air gerði ráð fyrir að tap yrði á rekstri félagsins fyrstu árin.
Íslenska flugfélagið WOW air skilaði 184 milljóna króna rekstrarhagnaði fyrstu sjö mánuði ársins og námu rekstrartekjur félagsins 5,5 milljörðum.

WOW air var stofnað í lok árs 2011 og hefur vaxið ört síðan þá. Félagið yfirtók rekstur Iceland Express í lok október í fyrra og hefur fjöldi starfsmanna aukist um 66 manns síðan um áramótin.

„Það að stofna flugfélag kallar augljóslega á mikla fjárfestingu og gerði ég ráð fyrir að tap yrði af rekstri félagsins fyrstu árin.  Það er því mjög ánægjulegt að sjá hagnaðartölur eftir fyrstu sjö mánuðina strax á okkar fyrsta heila starfsári sem er mun fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Það er ekki síður jákvætt að sjá hversu góður og öruggur reksturinn hefur verið þegar kemur að stundvísi og sætanýtingu allt árið en því má þakka samheldni og dugnaði þess frábæra hóps sem vinnur hér hjá WOW air“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×