Viðskipti innlent

Verðhrun á grásleppuhrognum

Gissur Sigurðsson skrifar
Veiðarnar og ýmislegt umfang í kringum þær eru mikilvægar fyrir margar smáar strandbyggðir.
Veiðarnar og ýmislegt umfang í kringum þær eru mikilvægar fyrir margar smáar strandbyggðir.
Verðhrun hefur orðið á grásleppuhrognum í ár og er verðið núna um það bil helmingi lægra en það var á sama tíma í fyrra. Horfur eru á að mun færri muni stunda þessar veiðar á næsta ári en verið hefur.

Algengt verð á tunnu af hrognum er nú aðeins 90 þúsund krónur, en var 184 þúsund á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Að sögn grásleppusjómanna borgar sig vart lengur að gera út á grásleppu og stefnir í að mun færri muni fara til þeirra veiða á næsta ári, en verið hefur, en megin hluti tekna af útgerð margra smábáta koma af grásleppuveiðum.

Þá eru veiðarnar og ýmislegt umfang í kringum þær mikilvægt fyrir margar smáar strandbyggðir.

Megin ástæða þessa verðhruns er sögð offramboð á erlendum mörkuðum, en grásleppusjómenn í þeim löndum, þar sem veiðarnar eru stundaðar, einkum í Kanada, á Grænlandi og í Noregi, hafa ekki náð samkomulagi um að draga úr veiðunum til þess að jafnvægi haldist á markaðnum.

Eini ljósi punkturinn í þessu er að verð á grásleppunni sjálfri, sem var hent til skamms tíma, þega búið var að taka úr henni hrognin, fer janft og þétt hækkandi eftir að markaður skapaðist í Kína






Fleiri fréttir

Sjá meira


×