Lífið

Kate Winslet eignaðist son

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Kate Winslet eignaðist son á NHS-sjúkrahúsinu í Sussex County í Bretlandi á laugardaginn. Er þetta fyrsta barn hennar og eiginmanns hennar, Ned Rocknroll en fyrir á Kate dótturina Miu Threapleton, þrettán ára og Joe Mendes, níu ára með fyrrverandi eiginmönnum sínum Jim Threapleton og Sam Mendes.

"Móður og barni heilsast vel," segir blaðafulltrúi Kate í samtali við Us Weekly.

Kate og Ned gengu í það heilaga í desember í fyrra en Ned er frændi milljarðamæringsins Richard Branson. Í júní á þessu ári kom það svo í ljós að hjónin ættu von á barni.

Kate státar af afar farsælum leiklistarferli. Hún hefur hlotið flest virtustu verðlaun heims í faginu, þar á meðal Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í The Reader. Þá hlaut hún Emmy-verðlaunin eftirsóttu fyrir hlutverk sitt í Mildred Pierce og Heiðursverðlaun César í fyrra.

Nýbakaðir foreldrar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.