Handbolti

Ólafur í banastuði

Ólafur og Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari.
Ólafur og Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari.
Ólafur Andrés Guðmundsson fór á kostum með toppliði Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Kristianstad lagði þá Hammarby, 26-23. Ólafur var markahæstur í liði Kristianstad með 7 mörk. Liðið því sem fyrr á toppnum.

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar hjá GUIF eru í fimmta sæti eftir sigur á H 43 Lund, 29-23. Heimir Óli Heimisson komst ekki á blað hjá GUIF en Aron Rafn Eðvarðsson stóð á milli stanganna hjá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×