Handbolti

Kiel hefur áhuga á Landin

Niklas Landin.
Niklas Landin.
Það gekk ekki hjá Alfreð Gíslasyni, þjálfara Kiel, að fá Uwe Gensheimer frá Rhein-Neckar Löwen en hann er ekki hættur að reyna að kroppa í lið Löwen.

Kiel hefur verið í sambandi við danska landsliðsmarkvörðinn Niklas Landin.

"Bæði Kiel og Paris Handball hafa verið í sambandi við umboðsmann minn. Þau vildu vita um framtíðaráætlanir mínar," sagði Landin.

"Það væri gaman að spila fyrir slík félög en núna líður mér mjög vel hjá Rhein-Neckar Löwen."

Hinn 24 ára gamli markvörður er með samning við Löwen til ársins 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×