Lífið

Eina danskeppni sinnar tegundar

Dansarar sýna listar sínar í Seljaskóla á morgun.
Dansarar sýna listar sínar í Seljaskóla á morgun.
„Þetta er eina danskeppni sinnar tegundar á landinu þar sem allir street dansarar á framhaldsstigi eru velkomnir,“ segir Brynja Pétursdóttir aðstandandi keppninnar.

Keppt verður í einstaklingsflokkunum hiphop, dancehall, waacking, break og popping þar sem tveir dansarar mætast í einvígi. Einnig er hópaflokkur fyrir danshópa sem mæta með frumsamin atriði.

Gestadómarinn í ár kemur frá New York og er frumkvöðull í hiphop dansi, Buddha Stretch og hefur einnig unnið sem danshöfundur fyrir Michael Jackson, Will Smith, Mariah Carey, Whitney Houston og fleiri listamenn.

Fimmtíu dansarar á aldrinum 13 til 26 ára munu taka þátt í deginum og dansa af hjartans list, en keppnir eins og þessar eru með fjölsóttustu dansviðburðum heims.

Hið eina sanna street dans einvígi, fer fram í íþróttahúsi Seljaskóla við Kleifarsel 28 á morgun og hefst klukkan 16.00. Nánari upplýsingar má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.