Handbolti

Guðjón Valur öflugur í sigri Kiel

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Guðjón Valur var í miklu stuði í dag
Guðjón Valur var í miklu stuði í dag NORDIC PHOTOS / GETTY IMAGES
Kiel er aftur komið með þriggja stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir góðan sigur á Göppingen 35-31 á útivelli í dag. Guðjón Valur Sigurðsson fór mikinn í leiknum en Aron Pálmarsson var ekki með vegna meiðsla.

Leikurinn var hinn fjörugasti og var jafnræði með liðunum framan af. Kiel náði þó þriggja marka forystu fyrir hálfleik 18-15 en frábær hraðaupphlaup liðsins lögðu grunninn að þeirri forystu þar sem Niclas Ekberg og Guðjón Valur fóru á kostum.

Það tók sinn tíma fyrir lærisveina Alfreðs Gíslason að hrista Göppingen almennilega af sér en síðustu tíu mínúturnar var aldrei spurning hvort liðið myndi enda uppi sem sigurvegari.

Filip Jicha og Niclas Ekberg skoruðu 8 mörk hvort fyrir Kiel og Guðjón Valur 7. Marko Vujin skoraði 6 mörk, Rene Toft Hansen 4 og Christian Zeitz 2.

Hjá Göppingen var Momir Rnic markahæstur með 9  mörk og skoraði Felix Lobedank 7.

Kiel er með 20 stig á toppi deildarinnar, þremur stigum á undan Rhein-Neckar Löwen og Flensburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×