Handbolti

Alfreð og Guðmundur mætast í bikarnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Það verður sannkallaður stórleikur í 16-liða úrslitum þýska handboltans en dregið var í gær.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel taka á móti Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar einmitt síðarnefnda liðið auk þess sem Alexander Petersson, Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson leika með liðinu.

Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson leika sem kunnugt er með Kiel sem situr í toppsæti deildarinnar með 20 stig eftir ellefu umferðir. Löwen er í 2. sæti með 17 stig.

Leikurinn fer fram þann 11. desember.

Leikirnir í 16-liða úrslitum:

TV Bittenfeld - Göppingen

Vfl Bad Schwartau - SG Leutershausen

HC Erlangen - Melsungen

TuS N-Lübbecke - Lemgo

Wetzlar - Balingen-Weilstetten

Kiel - Rhein-Neckar Löwen

Eintracht Hildesheim - Füchse Berlin

EHV Aue - Flensburg Handewitt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×