Handbolti

Björgvin Páll varði vel í þriðja 29-29 jafntefli Bergischer í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson
Björgvin Páll Gústavsson Mynd/NordicPhotos/Getty
Bergischer gerði 29-29 jafntefli á móti FRISCH AUF! Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Austurríkismaðurinn Viktor Szilagyi skoraði jöfnunarmark Bergischer 40 sekúndum fyrir leikslok.

Þetta var þriðja 29-29 jafntefli Bergischer-liðsins í röð í deildinni en sömu úrslit voru einnig í leikjum við GWD Minden og Balingen-Weilstetten

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson varði mjög vel í marki Bergischer og tók alls 17 bolta samkvæmt opinberri skráningu á heimasíðu þýsku úrvalsdeildarinnar.

Viktor Szilagyi og Alexander Oelze voru markahæstir hjá Bergischer með sex mörk hvor en Emil Berggren skoraði fimm mörk. Arnór Þór Gunnarsson er ekki að spila með liðinu eftir að hann kjálkabrotnaði á dögunum.

Lið Bergischer, sem er nýliði í deildinni, vann fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum en hefur ekki náð að vinna í síðustu fjórum leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×