Handbolti

Guðjon Valur skoraði sex mörk í sigri Kiel í Portúgal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel eru áfram með fullt hús í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta eftir fjögurra marka útisigur á portúgölsku meisturunum í F.C. Porto, 31-27, í kvöld.

Marko Vujin var markahæstur hjá Kiel með 9/2 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk eins og danski línumaðurinn Rene Toft Hansen.

Kiel hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni á F.C. Porto, Wisla Plock og KIF Kolding.

Filip Jicha, Patrick Wiencek og Aron Pálmarsson fóru ekki með Kiel til Portúgals en Aron hefur misst mikið úr vegna meiðsla

Fyrri hálfleikurinn var jafn á flestum tölum en Porto var einu marki yfir í hálfleik, 17-16. Kiel tók frumkvæðið með því að skora þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiks og náði mest sex marka forystu í hálfleiknum.

Kiel tapaði sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu í vikunni þegar liðið lá 34-31 á móti SC Magdeburg en strákarnir hans Alfreðs komu til baka og kláruðu leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×