Handbolti

Tap gegn gömlu félögunum

Eyþór Atli Einarsson skrifar
Anton Rúnarsson skoraði þrjú í dag en það dugði skammt.
Anton Rúnarsson skoraði þrjú í dag en það dugði skammt.
Anton Rúnarsson og Atli Ævar Ingólfsson, leikmenn Nordsjælland í danska handboltanum, þurftu að sætta sig við tap gegn sínum gömlu félögum í Sönderjyske 31-26.

Piltarnir spiluðu báðir fyrir Sönderjyske á síðustu leiktíð og gáfu þeir gömlu liðsfélögunum ekki tommu eftir. Báðir skoruðu þeir þrjú mörk en Atli fékk að hvíla sig tvisvar sinnum í tvær mínútur og Anton einu sinni.

Með sigrinum fór Sönderjyske upp í þriðja sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur þeirra í síðustu fimm leikjum. Nordsjælland er í ellefta sæti og hafa þeir nú tapaða þremur leikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×