Handbolti

Stórsigrar hjá Ólafi og Guðmundi Árna

Eyþór Atli Einarsson skrifar
Ólafur skoraði sex mörk fyrir Kristianstad í dag.
Ólafur skoraði sex mörk fyrir Kristianstad í dag.
Ólafur Guðmundsson og Guðmundur Árni Ólafsson voru báðir í eldlínunni í sigrum sinna liða í EHF-bikarnum í handbolta í dag. Leikirnir voru fyrri leikur af tveimur um sæti í þriðju umferð keppninnar.

Ólafur skoraði sex mörk fyrir Kristianstad í 32-19 sigri gegn Handball Esch frá Lúxemborg. Var þetta fjórði sigur Kristianstad í röð.

Guðmundur Árni skoraði eitt mark fyrir danska liðið Mors-Thy í 26-18 sigri á Fyllingen frá Noregi.

Lið þeirra félaga eru því í kjörstöðu fyrir síðari leikina sem spilaðir verða 19. og 20. þessa mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×