Handbolti

Sigur hjá lærisveinum Dags

Eyþór Atli Einarsson skrifar
Dagur og hans liðsmenn unnu góðan sigur í dag.
Dagur og hans liðsmenn unnu góðan sigur í dag. mynd/NordicPhotos/Getty
Füchse Berlin undir stjórn Dags Sigurðssonar vann góðan útisigur á Hannover-Burgdorf í efstu deild þýska handboltans í dag. Jafnræði var með liðunum en Refirnir frá Berlínarborg voru skrefi á undan nánast allan leikinn og uppskáru tveggja marka sigur, 33-35.

Markahæstur í liði Füchse Berlin var Rússinn Konstantin Igropulo með átta mörk en næstur kom Svíinn Fredrik Raahauge Petersen með sjö.

Hjá Hannover skoraði Lars Lehnhoff átta mörk en Eistinn Mait Patrail skoraði sjö.

Füchse Berlin er nú aftur komið á sigurbraut eftir að hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar en Hannover er í því áttunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×