Lífið

Húsfyllir á Helga í Hörpu

Ellý Ármanns skrifar
Söngvarinn Helgi Björns hélt stórkostlega tónleika síðastliðið föstudagskvöld í uppseldum Eldborgarsal Hörpu. Eins og meðfylgjandi myndir sýna þá var einstök stemning á tónleikunum. Capital Dance Orchestra, big-bandið frá Berlín, sem spilaði með Helga sló heldur betur í gegn.

„Helgi syngur Hauk" var þemað þar sem hver Hauks Morthens slagarinn á fætur öðrum hljómaði. Gestir voru Björgvin Halldórsson, Sigríður Thorlacius og Bogomil Font. Samnefnd plata er væntanleg í verslanir fyrir innan tíðar.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúmið í heild sinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.