Brunar í gegnum heilu og hálfu maraþonin á handaflinu einu saman 15. október 2013 16:53 Arna Sigríður Albertsdóttir Mynd/Úr einkasafni Arna Sigríður Albertsdóttir er 23 ára gamall Ísfirðingur sem nú er búsett í Kópavogi. Árið 2006 lamaðist Arna fyrir neðan brjóst í alvarlegu skíðaslysi í Noregi en hún lætur það svo sannarlega ekki aftra sér frá því að taka þátt í Meistaramánuðinum af fullum krafti. Arna setti sér skýr markmið fyrir mánuðinn sem hún vinnur í með sjálfri sér, fjölskyldu og þjálfara. Á meðal markmiða hennar er til að mynda að snooza ekki, að sleppa öllu nammi og gosi og að bæta tímann sinn í maraþoni. Þegar við spurðum Örnu útí það hvernig markmiðin hefðu gengið í mánuðinum sagði hún okkur að þetta hefði nú allt saman verið með fínasta móti hingað til; „Það hefur gengið mjög vel hingað til. Ég hef ekkert nammi eða gos fengið mér, en það kom vissulega smá bakslag í þetta allt saman þegar ég þurfti að fara í endajaxlatöku í annarri viku mánaðarins. Það er hinsvegar búið og gert núna og ég held bara mínu striki.“Áhugavert er að sjá hversu kraftmikil Arna er í líkamsræktinni og er hún ekki aðeins dugleg að stunda körfubolta og handbolta, heldur hjólar hún einnig af miklum móð á svokölluðu handahjóli. Arna sagði það hafa tekið töluverðan tíma að finna hreyfingu sem hentaði henni enda hefur hún takmarkað styrk í baki og kvið. Hún byrjaði á því að stunda skíðin aftur árið 2009 á svokölluðu mono-skíði og er líka afskaplega glöð með að hafa fundið handhjólið sem hún þurfti að sérpanta frá Bandaríkjunum árið 2011. Það er einmitt á þessu hjóli sem að Arna brunar í gegnum heilu og hálfu maraþonin á handaflinu einu saman og fullyrðir hún að eitt sinn hafi hún mælst á yfir 50 kílómetra hraða á hjólinu, það fær þó að fylgja sögunni að það hafi mögulega verið niður brekku. Í mánuðinum hefur Arna verið dugleg við það að æfa hjólreiðarnar og stefnir, eins og áður sagði, á að bæta maraþontímann sinn sem nú stendur í 2:36:11. „Langtímamarkmiðið er að fara undir tvo tímana en ég efast um að ná því á næstu tveimur vikum. Fínt þætti mér að komast undir 2:30:00 fyrir mánaðarmót en það veltur svolítið mikið á því hvernig veðrið hérna á höfuðborgarsvæðinu verður, ef það kemur hálka eða snjór þá festist ég bara og spóla þannig að þá er lítið hægt að æfa.“Arna er hin prýðilegasta fyrirmynd sem ætti óneitanlega að fá alla til þess hugsa sig tvisvar um þegar það á að slaka á í stað þess að rækta líkamann! Betur má síðan fylgjast með meistaratöktum Örnu á heimasíðu sem hún heldur úti en Arna ætlar einnig að líta við í Meistaramánuði Stöðvar 2 á fimmtudaginn klukkan 19:20. Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Arna Sigríður Albertsdóttir er 23 ára gamall Ísfirðingur sem nú er búsett í Kópavogi. Árið 2006 lamaðist Arna fyrir neðan brjóst í alvarlegu skíðaslysi í Noregi en hún lætur það svo sannarlega ekki aftra sér frá því að taka þátt í Meistaramánuðinum af fullum krafti. Arna setti sér skýr markmið fyrir mánuðinn sem hún vinnur í með sjálfri sér, fjölskyldu og þjálfara. Á meðal markmiða hennar er til að mynda að snooza ekki, að sleppa öllu nammi og gosi og að bæta tímann sinn í maraþoni. Þegar við spurðum Örnu útí það hvernig markmiðin hefðu gengið í mánuðinum sagði hún okkur að þetta hefði nú allt saman verið með fínasta móti hingað til; „Það hefur gengið mjög vel hingað til. Ég hef ekkert nammi eða gos fengið mér, en það kom vissulega smá bakslag í þetta allt saman þegar ég þurfti að fara í endajaxlatöku í annarri viku mánaðarins. Það er hinsvegar búið og gert núna og ég held bara mínu striki.“Áhugavert er að sjá hversu kraftmikil Arna er í líkamsræktinni og er hún ekki aðeins dugleg að stunda körfubolta og handbolta, heldur hjólar hún einnig af miklum móð á svokölluðu handahjóli. Arna sagði það hafa tekið töluverðan tíma að finna hreyfingu sem hentaði henni enda hefur hún takmarkað styrk í baki og kvið. Hún byrjaði á því að stunda skíðin aftur árið 2009 á svokölluðu mono-skíði og er líka afskaplega glöð með að hafa fundið handhjólið sem hún þurfti að sérpanta frá Bandaríkjunum árið 2011. Það er einmitt á þessu hjóli sem að Arna brunar í gegnum heilu og hálfu maraþonin á handaflinu einu saman og fullyrðir hún að eitt sinn hafi hún mælst á yfir 50 kílómetra hraða á hjólinu, það fær þó að fylgja sögunni að það hafi mögulega verið niður brekku. Í mánuðinum hefur Arna verið dugleg við það að æfa hjólreiðarnar og stefnir, eins og áður sagði, á að bæta maraþontímann sinn sem nú stendur í 2:36:11. „Langtímamarkmiðið er að fara undir tvo tímana en ég efast um að ná því á næstu tveimur vikum. Fínt þætti mér að komast undir 2:30:00 fyrir mánaðarmót en það veltur svolítið mikið á því hvernig veðrið hérna á höfuðborgarsvæðinu verður, ef það kemur hálka eða snjór þá festist ég bara og spóla þannig að þá er lítið hægt að æfa.“Arna er hin prýðilegasta fyrirmynd sem ætti óneitanlega að fá alla til þess hugsa sig tvisvar um þegar það á að slaka á í stað þess að rækta líkamann! Betur má síðan fylgjast með meistaratöktum Örnu á heimasíðu sem hún heldur úti en Arna ætlar einnig að líta við í Meistaramánuði Stöðvar 2 á fimmtudaginn klukkan 19:20.
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira