Handbolti

Arnór framlengdi | Styttist í endurkomuna

Arnór nýbúinn að skrifa undir nýja samninginn.
Arnór nýbúinn að skrifa undir nýja samninginn.
Landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson er búinn að skrifa undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Bergischer HC.

Nýi samningurinn er til tveggja ára. Lið Bergischer hefur komið allra liða mest á óvart í þýsku úrvalsdeildinni.

Arnór byrjaði leiktíðina með miklum látum en varð síðan fyrir því óláni að kjálkabrotna.

"Ég fer í skoðun 29. október. Þá eru komnar sex vikur frá því ég fór í aðgerð og vonandi fæ ég góðar fréttir frá kjálkasérfræðingnum. Ég byrjaði strax viku eftir aðgerðina að lyfta fjórum sinnum í viku og hlaupa með strákunum á æfingu. Núna síðustu tvær vikurnar er ég einnig búinn að skjóta og vera meira með á æfingum án snertingar," sagði Arnór í samtali við norðursport.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×