Handbolti

Ljónin hans Guðmundar völtuðu yfir Petersburg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson nordicphotos/getty
Rhein-Neckar Löwen vann stórsigur á rússneska liðinu St. Petersburg , 31-17, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en leikurinn fór fram í Þýskalandi.

Staðan var14-8 fyrir heimamenn í hálfleik og héldu ljónin áfram uppteknum hætti í þeim síðari.

Rúnar Kárason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, skoraði þrjú mörk fyrir heimamenn í leiknum. Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað og Alexander Petterson var ekki með Löwen í kvöld.

Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Löwen en liðið hefur farið frábærlega af stað í þýsku deildinni og Meistaradeild Evrópu á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×