Handbolti

Ekkert gengur hjá Íslendingaliðinu Eisenach

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hannes Jón Jónsson í leik með Eisenach
Hannes Jón Jónsson í leik með Eisenach
Þýska handknattleiksliðið Eisenach tapaði fyrir Wetzlar, 28-23, í úrvalsdeildinni í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Wetzlar.

Hannes Jón Jónsson, leikmaður Eisenach, skoraði fjögur mörk í leiknum og Bjarki Már Elísson gerði eitt fyrir gestina.

Aðalsteins Eyjólfssonar er þjálfari Eisenach en liðið er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig. Wetzlar er í 14. sæti deildarinnar með fimm stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×