Viðskipti innlent

Byko tapað 743 milljónum á tveimur árum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Velta Byko var 10,3 milljarðar króna í fyrra og dróst saman um tvö prósent milli ára.
Velta Byko var 10,3 milljarðar króna í fyrra og dróst saman um tvö prósent milli ára.
Byko tapaði 391 milljón króna á síðasta ári, samanborið við 352 milljóna króna tap árið 2011. Fyrirtækið tapaði því samtals 743 milljónum króna á tveimur árum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að hlutafé Byko hafi verið aukið um 500 milljónir króna í árslok 2012 samkvæmt ársreikningi. Eiginfjárhlutfallið var þá 26,6%.

Byko er í eigu Norvikur, sem aftur er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×