Viðskipti innlent

Uppselt á Haustráðstefnu Advania

Haraldur Guðmundsson skrifar
Jón Gnarr, borgarstjóri verður fyrsti lykilfyrirlesari ráðstefnunnar.
Jón Gnarr, borgarstjóri verður fyrsti lykilfyrirlesari ráðstefnunnar.
Uppselt er á Haustráðstefnu Advania sem haldin verður á Hilton Nordica hótelinu föstudaginn 6. september næstkomandi.

Í tilkynningu frá Advania segir að um 800 manns hafi tilkynnt um þátttöku sína og ráðstefnan því sú fjölsóttasta frá upphafi. Á ráðstefnunni verður meðal annars boðið upp á fjórar málstofur með 32 fyrirlestrum frá innlendum og erlendum sérfræðingum í upplýsingatæknimálum fyrirtækja. Á meðal erlendra fyrirlesara verða sérfræðingar frá Microsoft, IBM, Cisco og HID Global.  Jón Gnarr, borgarstjóri verður fyrsti lykilfyrirlesari ráðstefnunnar en í tilkynningunni kemur fram að leynd hvíli yfir fyrirlestri hans.

„Nýr liður í dagskrá Haustráðstefnu Advania er beinn aðgangur að sérfræðingum Advania í svokölluðu sérfræðingahorni en þangað geta ráðstefnugestir leitað hafi þeir brennandi spurningar um úrlausn mála eða nýjungar í upplýsingatækni,“ segir í tilkynningu Advania.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×