Viðskipti innlent

Helga og Þóranna í stjórn Íslandsbanka

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Helga Valfells og Þóranna Jónsdóttir hafa tekið sæti í aðalstjórn Íslandsbanka eftir hluthafafund. Þóranna var áður varamaður í stjórn bankans og tekur Gunnar Fjalar Helgason sæti hennar.

Helga Valfells hefur verið framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá árinu 2010 og áður stýrði hún fjárfestingum sjóðsins. Helga var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra árið 2009. Hún hefur áralanga reynslu af stjórnarsetu en hún hefur verið stjórnarmaður m.a. í Orf Líftækni, Gangverði, Mentor, Frumtaki, Gagnavörslunni og Innovit. Helga er með MBA gráðu frá London Business Schoool og BA í hagfræði frá Harvard University.

Þóranna Jónsdóttir er deildarforseti viðskiptafræðideildar Háskólans í Reykjavík en hún var áður framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar við skólann. Þóranna lauk doktorsprófi frá Cranfield University í Bretlandi árið 2011 og sérhæfði sig í ábyrgð og skyldum stjórnarmanna. Þá er hún einnig með MBA gráðu frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona. Á árunum 2007-2011 starfaði Þóranna sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital og árin 2005-2007 sem framkvæmdastjóri hjá Veritas/Vistor.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×