Viðskipti innlent

Hannar kæli- og frystibúnað í tvo nýja togara

Fyrirtækið mun smíða búnað í tvo nýja togara.
Fyrirtækið mun smíða búnað í tvo nýja togara. Mynd/Af heimasíðu Frost
Kælismiðjan Frost á Akureyri hefur samið um hönnun og afhendingu á öllum kæli- og frystibúnaði fyrir tvo nýja togara sem er verið að smíða í Tyrklandi. Þetta kemur fram á vef Vikudags.

Togararnir eru 84 metra langir, með frystigetu yfir 100 tonn á sólarhring og verða gerðir út frá Akureyri. Í samtali við Vikudag segir Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að þetta sé líklega stærsti samningur sem fyrirtækið hefur gert, sé miðað við krónur og aura. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×