Viðskipti innlent

Markaðir falla vegna yfirvofandi árásar á Sýrland

Gunnar Valþórsson skrifar
Nikkei vísitalan lækkaði um tvö og hálft prósent, líkast til vegna ástandsins í Sýrlandi.
Nikkei vísitalan lækkaði um tvö og hálft prósent, líkast til vegna ástandsins í Sýrlandi.
Markaðir í Asíu féllu nokkuð í morgun og er það rakið til ótta manna um að Vesturveldin undirbúi nú árásir á Sýrland.

Nikkei vísitalan lækkaði um tvö og hálft prósent og sú í Hong Kong fór niður um eitt komma sjö prósent. Lækkanri í Asíu koma í kjölfarið á samskonar þróun í Evrópu og í Bandaríkjunum í gær. Þá hefur olíuverð hækkað mikið og hefur hráolía ekki verið dýrari í átján mánuði. Þrátt fyrir að Sýrland sé ekki stór olíuframleiðandi óttast menn að árás á landið kunni að setja allt í bál og brand í Mið-austurlöndum öllum, þar sem þriðjungur olíuframleiðslu heimsins fer fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×