Viðskipti innlent

Orkuveitan skilar 3,7 milljarða hagnaði

Haraldur Guðmundsson skrifar
Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um 21,3 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins.
Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um 21,3 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins.
Orkuveita Reykjavíkur skilaði 3,7 milljarða hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 924 milljón króna tap yfir sama tímabil í fyrra. Aðhald í rekstri fyrirtækisins er lykilatriði í bættri afkomu, segir í tilkynningu Orkuveitunnar um árshlutauppgjör fyrirtækisins.

Þar segir að rekstrarhagnaður Orkuveitunnar fyrir fjármagnsliði (EBITDA) á fyrri hluta ársins 2013 nemi 8,9 milljörðum króna samanborið við 8,1 milljarð á sama tímabili 2012. Að auki nam framlegð reksturs samstæðu Orkuveitunnar 13,4 milljörðum króna en var 12,7 milljarðar á sama tímabili 2012. Rekstrarkostnaður fyrirtækisins lækkaði um 173 milljónir króna frá fyrra ári og skuldir þess um 21,3 milljarða.

„Vegna þessa árangurs og staðfestu við að framfylgja Plani Orkuveitunnar og eigenda fyrirtækisins, hefur verið hægt að verja rekstur Orkuveitunnar fyrir sveiflum í ytri áhrifaþáttum með samningum við íslenskar og erlendar fjármálastofnanir. Heildarárangur Plansins á fyrri helmingi ársins 2013 nam 8,9 milljörðum króna, sem er 104 milljónum króna undir markmiði. Aðgerðaáætlunin, sem stjórn Orkuveitunnar og eigendur fyrirtækisins réðust í vorið 2011, hefur nú skilað fyrirtækinu 32,7 milljörðum króna betri sjóðsstöðu en verið hefði að óbreyttu. Sé litið til heildarárangurs Plansins frá upphafi er árangurinn af því samtals 2,0 milljarðar umfram markmið. Allir þættir eru á áætlun eða umfram hana nema sala eigna,“ segir í tilkynningu Orkuveitu Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×