Viðskipti innlent

Icelandair tilkynnir samstarf við þrjú flugfélög

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd úr safni
Icelandair hefur undirritað samkomulag við flugfélögin Porter Airlines í Kanada, Rossiya Airlines í Rússlandi og Air Greenland í Grænlandi.

Samkvæmt tilkynningu frá Icelandair felur samstarfið meðal annars í sér sölu og farseðlaútgáfu á flugleiðum þannig að viðskiptavinir Icelandair geta nú keypt einn farseðil frá Íslandi til þeirra áfangastaða sem þessi þrjú félög fljúga til og jafnframt geta viðskiptavinir þeirra keypt miða til Íslands, Evrópulanda og Norður-Ameríku með flugi Icelandair.

Porter Airlines, sem hefur höfuðstöðvar í Toronto flýgur til um 20 áfangastaða í Kanada og Bandaríkjunum, Rossiya Airlines er stærsta flugfélagið í St Pétursborg og býður upp á tengingar við tugi borga í Rússlandi og víðar, og Air Greenland er þjóðarflugfélag Grænlendinga og býður upp á flug með flugvélum og þyrlum til fjölmarga bæja og byggða í Grænlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×