Sjómenn hinir nýju forstjórar Jakob Bjarnar skrifar 26. júlí 2013 13:19 Eitt af því sem kemur í ljós þegar rýnt er í tekjublaðs Frjálsrar verslunar er að annað árið í röð eru tekjuhæstu sjómennirnir hærri í launum en forstjórarnir. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, hefur áhyggjur af þeim skilaboðum sem launaskrið þeirra sem hæst hafa launin í samfélaginu sendi út á almenna vinnumarkaðinn. Árlegt tekjublað Frjálsrar verslunar, þar sem segir af tekjum 3,500 einstaklinga, er komið út. Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins segir það talsvert mál að gefa út blað sem þetta á 20 tímum eða frá því að álagningarskrár voru opnaðar. Það hefur verið sprettur og en þetta er í 25. skipti sem Frjáls verslun birtir upplýsingar úr álagningaskrám, en í 18. skipti sem tekjublaðið kemur út. Í ljósi þess er ekki úr vegi að spyrja um hinar stóru línur? „Þær ályktanir sem hægt er að draga er augljóst launaskrið á vinnumarkaði á Íslandi. Fimmtán þekktustu forstjórar landsins eru komnir með yfir 4 milljónir í laun á mánuði. Ef við tökum tvö hundruð í flokki forstjóra, þá hafa þeir hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði á síðasta ári.“ Bankamenn eru að hækka líka, sömuleiðis um hundrað þúsund krónur. Eru með 1,7 milljón á mánuði, 200 efstu þar. „En stóra málið í þessu er kannski það að nú, annað árið í röð, eru sjómenn að toppa forstjóra í launum. Ef við lítum til 200 sjómenn, þeirra launahæstu þar, þá eru þeir komnir með 2,5 milljón á mánuði að jafnaði. Tvö hundruð þúsund krónum hærri en forstjórarnir.“ 20 flokkar eru tilgreindir í blaðinu. Á breiðum grunni má velta því fyrir sér hvort launaskrið meðal hinna tekjuhæstu gefi góða fyrirmynd, og sé að senda rétt skilaboð inn á vinnumarkaðinn? „Við getum til dæmis horft til þess að forseti Íslands hækkaði um 400 þúsund krónur á mánuði síðasta ári. Úr 1.600 þúsundum og fór í tvær milljónir. Þá hækkaði Jóhanna Sigurðardóttir fráfarandi forsætisráðherra um tvö hundruð þúsund krónum á mánuði, fór úr 1,3 í 1,5 milljón á mánuði.“ Jón veltir því fyrir sér hvort þetta séu æskileg skilaboð út á vinnumarkaðinn? Auðvitað sé þarna um tekjuhátt fólk sem verið er að skoða og það skipti ekki sköpum í þjóðhagslegu tilliti. En, þegar fjöldinn horfir til þessa eru menn komnir í launahækkanir, verðbólgu, verðtrygginguna og skuldahækkanir. „Ég hef sagt sem svo: Nennum við þessu sem þjóð öllu lengur, að standa í þeim pælingum?“Elín Björg formaður BSRB segir að vitaskuld verði horft til launaskriðs meðal hinna hæst launuðu í komandi samningum.Samningar eru lausir og ljóst að þetta mun setja þrýsting á komandi samninga. Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB, en uppúr áramótum eru samningar lausir hjá aðildarfélögum bandalagsins. Elín Björg telur það einsýnt að launaskrið meðal hinna tekjuháu hafi áhrif á kröfugerðina. „Það er auðvitað ljóst að aðildarfélögin munu horfa mjög til þess hvað er að gerast á hinum almenna vinnumarkaði varðandi laun og launakjör við gerð komandi kjarasamninga. Eitt af því sem verður skoðað er hvað er að gerast í þessu launaskriði sérstaklega þeirra sem eru með hæstu launin.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, hefur áhyggjur af þeim skilaboðum sem launaskrið þeirra sem hæst hafa launin í samfélaginu sendi út á almenna vinnumarkaðinn. Árlegt tekjublað Frjálsrar verslunar, þar sem segir af tekjum 3,500 einstaklinga, er komið út. Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins segir það talsvert mál að gefa út blað sem þetta á 20 tímum eða frá því að álagningarskrár voru opnaðar. Það hefur verið sprettur og en þetta er í 25. skipti sem Frjáls verslun birtir upplýsingar úr álagningaskrám, en í 18. skipti sem tekjublaðið kemur út. Í ljósi þess er ekki úr vegi að spyrja um hinar stóru línur? „Þær ályktanir sem hægt er að draga er augljóst launaskrið á vinnumarkaði á Íslandi. Fimmtán þekktustu forstjórar landsins eru komnir með yfir 4 milljónir í laun á mánuði. Ef við tökum tvö hundruð í flokki forstjóra, þá hafa þeir hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði á síðasta ári.“ Bankamenn eru að hækka líka, sömuleiðis um hundrað þúsund krónur. Eru með 1,7 milljón á mánuði, 200 efstu þar. „En stóra málið í þessu er kannski það að nú, annað árið í röð, eru sjómenn að toppa forstjóra í launum. Ef við lítum til 200 sjómenn, þeirra launahæstu þar, þá eru þeir komnir með 2,5 milljón á mánuði að jafnaði. Tvö hundruð þúsund krónum hærri en forstjórarnir.“ 20 flokkar eru tilgreindir í blaðinu. Á breiðum grunni má velta því fyrir sér hvort launaskrið meðal hinna tekjuhæstu gefi góða fyrirmynd, og sé að senda rétt skilaboð inn á vinnumarkaðinn? „Við getum til dæmis horft til þess að forseti Íslands hækkaði um 400 þúsund krónur á mánuði síðasta ári. Úr 1.600 þúsundum og fór í tvær milljónir. Þá hækkaði Jóhanna Sigurðardóttir fráfarandi forsætisráðherra um tvö hundruð þúsund krónum á mánuði, fór úr 1,3 í 1,5 milljón á mánuði.“ Jón veltir því fyrir sér hvort þetta séu æskileg skilaboð út á vinnumarkaðinn? Auðvitað sé þarna um tekjuhátt fólk sem verið er að skoða og það skipti ekki sköpum í þjóðhagslegu tilliti. En, þegar fjöldinn horfir til þessa eru menn komnir í launahækkanir, verðbólgu, verðtrygginguna og skuldahækkanir. „Ég hef sagt sem svo: Nennum við þessu sem þjóð öllu lengur, að standa í þeim pælingum?“Elín Björg formaður BSRB segir að vitaskuld verði horft til launaskriðs meðal hinna hæst launuðu í komandi samningum.Samningar eru lausir og ljóst að þetta mun setja þrýsting á komandi samninga. Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB, en uppúr áramótum eru samningar lausir hjá aðildarfélögum bandalagsins. Elín Björg telur það einsýnt að launaskrið meðal hinna tekjuháu hafi áhrif á kröfugerðina. „Það er auðvitað ljóst að aðildarfélögin munu horfa mjög til þess hvað er að gerast á hinum almenna vinnumarkaði varðandi laun og launakjör við gerð komandi kjarasamninga. Eitt af því sem verður skoðað er hvað er að gerast í þessu launaskriði sérstaklega þeirra sem eru með hæstu launin.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira