Viðskipti innlent

Tillögur mótaðar um framtíðarstefnu í húsnæðismálum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Eygló segir grundvallaratriði að skapa víðtæka sátt um framtíðarskipulag húsnæðismála í landinu
Eygló segir grundvallaratriði að skapa víðtæka sátt um framtíðarskipulag húsnæðismála í landinu
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun skipa verkefnisstjórn og samvinnuhóp honum til ráðgjafar til að móta tillögur að framtíðarstefnu í húsnæðismálum.

Verkefnisstjórnin mun kanna hvaða fyrirkomulag við fjármögnun almennra húsnæðislána er hagkvæmast og gera tillögur um hvernig megi hrinda því í framkvæmd.

Jafnframt verður skoðað hvernig tryggja megi virkan leigumarkað hér á landi og skilvirk félagsleg úrræði fyrir þá sem á þurfa að halda. Í því sambandi verður skoðað hvernig stjórnvöld geta sinnt afmörkuðu hlutverki sem felst í því að veita þjónustu í almannaþágu á húsnæðislánamarkaði.

Eygló segir grundvallaratriði að skapa víðtæka sátt um framtíðarskipulag húsnæðismála í landinu og því leggi hún áherslu á að sem flestir komi að stefnumótuninni.

„Fátt er fólki mikilvægara en að eiga öruggt heimili,“ segir Eygló í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. „Það verður því að skapa öllum raunveruleg tækifæri til þess óháð efnahag og því er mikilvægt að valkostir í húsnæðismálum séu fjölbreyttir og geti mætt ólíkum þörfum og fjárhagslegum burðum fólks.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×