Sá viðsnúningur sem felst í mati Standard and Poor's veruleg vonbrigði Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 26. júlí 2013 18:57 Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum fjármálaráðherra, segir þann viðsnúnining sem felst í mati Standard og Poor‘s vera veruleg vonbrigði fyrir íslenska ríkið. „Við höfum auðvitað verið að vonast eftir hinu gagnstæða, að við sæjum fram á batnanadi lánshæfismat samfara efnahagsbatanum og traustari stöðu landsins,“ segir hann. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og segir matið sýna fram á að það sé ekki bara stjórnarandstaðan sem skilji ekki upp eða niður hvað ríkisstjórnin er að fara eða hvernig á að vera hægt að láta skuldaniðurfellingu heimilanna virka. Ríkisstjórninni hafi greinilega algjörlega mistekist að útskýra það fyrir lánsmatsfyrirtækjunum . „Og það fer þá að verða stóra spurningin: Hvar eru þessi plön og hvernig á þetta að geta gengið upp? Því að ríkisstjórnin virðist ekki hafa neina hugmynd um það og er bara búin að setja þetta í nefnd fram á haust,“ segir hann. Steingrímur er á því að matið eitt og sér sé ekki nein stór tíðindi en hreyfinguna í öfuga átt og rökstuðninginn hljóti stjórnvöld að þurfa að taka alvarlega. Hann segir hættuna á því að miklar viðbótarskuldbindingar lendi á ríkinu vegna þessara gríðarlegu loforða sem að ríkisstjórnin gaf út. Árni Páll lítur á matið sem viðvörunarskot. „Við getum ekki leyft okkur hvað sem er og við verðum að gæta að stöðu landsins, hún er mjög viðkvæm og við erum skuldug þjóð. Það er ekkert gefið að okkur takist að halda rétt á spöðunum,“ segir hann. Steingrímur hvatti ríkisstjórnina til þess að staldra við í vor og bíða með loforð um niðufellingu þar til hún hefði séð heildarmyndina fyrir sér. „Þetta hljóta að vera nýrri ríkisstjórn mikil vonbrigði að hún fer þannig af stað í sínum fyrstu skrefum í ríkisfjármálum og efnahagsmálum að hún mætir þegar gagnrýni frá aðilum eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, matsfyrirtækjum og greiningaraðilum,“ segir hann að lokum. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum fjármálaráðherra, segir þann viðsnúnining sem felst í mati Standard og Poor‘s vera veruleg vonbrigði fyrir íslenska ríkið. „Við höfum auðvitað verið að vonast eftir hinu gagnstæða, að við sæjum fram á batnanadi lánshæfismat samfara efnahagsbatanum og traustari stöðu landsins,“ segir hann. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og segir matið sýna fram á að það sé ekki bara stjórnarandstaðan sem skilji ekki upp eða niður hvað ríkisstjórnin er að fara eða hvernig á að vera hægt að láta skuldaniðurfellingu heimilanna virka. Ríkisstjórninni hafi greinilega algjörlega mistekist að útskýra það fyrir lánsmatsfyrirtækjunum . „Og það fer þá að verða stóra spurningin: Hvar eru þessi plön og hvernig á þetta að geta gengið upp? Því að ríkisstjórnin virðist ekki hafa neina hugmynd um það og er bara búin að setja þetta í nefnd fram á haust,“ segir hann. Steingrímur er á því að matið eitt og sér sé ekki nein stór tíðindi en hreyfinguna í öfuga átt og rökstuðninginn hljóti stjórnvöld að þurfa að taka alvarlega. Hann segir hættuna á því að miklar viðbótarskuldbindingar lendi á ríkinu vegna þessara gríðarlegu loforða sem að ríkisstjórnin gaf út. Árni Páll lítur á matið sem viðvörunarskot. „Við getum ekki leyft okkur hvað sem er og við verðum að gæta að stöðu landsins, hún er mjög viðkvæm og við erum skuldug þjóð. Það er ekkert gefið að okkur takist að halda rétt á spöðunum,“ segir hann. Steingrímur hvatti ríkisstjórnina til þess að staldra við í vor og bíða með loforð um niðufellingu þar til hún hefði séð heildarmyndina fyrir sér. „Þetta hljóta að vera nýrri ríkisstjórn mikil vonbrigði að hún fer þannig af stað í sínum fyrstu skrefum í ríkisfjármálum og efnahagsmálum að hún mætir þegar gagnrýni frá aðilum eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, matsfyrirtækjum og greiningaraðilum,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira