Græn framtíð endurnýtir fyrir stærsta tryggingafélag Skandinavíu Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2013 15:16 "Samningurinn við Mondux er mikil viðurkenning fyrir Græna framtíð. Þetta er stórt skref fyrir jafn lítið fyrirtæki og sýnir að þau geta vel sótt á erlenda markaði þrátt fyrir harða samkeppni,“ segir Bjartmar Alexandersson, framkvæmdastjóri Grænnar framtíðar. Íslenska sprotafyrirtækið Græn framtíð hefur samið við Mondux, eitt stærsta tryggingafélag Skandinavíu, um endurnýtingu á smáraftækjum sem viðskiptavinir skila inn vegna tjóns. Bjartmar Alexanderson framkvæmdastjóri segir Græna framtíð tryggja endurnýtingu á öllum smáraftækjum Mondux, en Mondux er með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og nær samningurinn við Græna framtíð yfir starfsemi þess í öllum þremur löndum. „Þessi samningur hefur gert það að verkum að okkar fyrirtæki getur vaxið mjög hratt á Skandinavíumarkaði. Mun hraðar en við bjuggumst við. Við höfum verið á minni mörkuðum svo sem eins og í Færeyjum, Grænlandi, Nýfundnalandi og Álandseyjum,“ segir Bjatmar. Þetta hafi auðveldað þessu unga sprotafyrirtæki sem var stofnað árið 2009 að færa út kvíarnar enn frekar. Dennis Landbo Nielsen, forstjóri Mondux, segir að samstarfið við Græna framtíð feli í sér mikla möguleika fyrir félagið. Það gefi Mondux tækifæri á að öðlast grænar umhverfisvottanir og um leið efli það ímynd þess sem grænt fyrirtæki gagnvart viðskiptavinum og öðrum hagsmunaðilum á danska markaðinum. „Okkar sérhæfing er sú að við tökum í raun og veru ónýt eða biluð raftæki, gömul eða alveg ónýt og við komum þeim í endurnýtingu, ekki endurvinnslu,“ segir Bjartmar. En á þessu sé mikill munur en Græn framtíð sé í samvinnu við sérfræðinga á þessum sviðum í Evrópu og tekur við öllum smátækjum til enduervinnslu hér á landi. Tæki sem ekki sé hægt að gera við séu notuð í varahluti. Tækin séu sem sagt gjörnýtt. „Algjörlega og það er 21. aldar leiðin. Tuttugustu aldarleiðin var að endurvinna þessa hluti, ná í málmana, plastið og annað. Núna er þetta bara orðið svo rosalega mikið og Sameinuðu þjóðirnar telja að það falli til um 50 milljón tonn af rafeindaúrgangi á ári,“ áréttir Bjartmar. Þetta sé dæmi um grænt sprotafyrirtæki sem muni skapa sérhæfð störf hér á landi, en með samningnum við Mondux standi til að ráða fólk á Íslandi til að fara yfir tækin sem verði flutt frá Skandinavíu til Íslands. „Þegar við náðum þessum samningi í Danmörku sigruðum við fyrirtæki á heimsmarkaði sem er skráð í kauphöllinni í London og það sýnir það að íslenskt umhverfishugvit er samkeppnishæft í útlöndum,“ segir Bjartmar stoltur, enda aðeins um fjögur ár síðan hugmynd hans kviknaði í kjallaranum heima hjá honum. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Græn framtíð hefur samið við Mondux, eitt stærsta tryggingafélag Skandinavíu, um endurnýtingu á smáraftækjum sem viðskiptavinir skila inn vegna tjóns. Bjartmar Alexanderson framkvæmdastjóri segir Græna framtíð tryggja endurnýtingu á öllum smáraftækjum Mondux, en Mondux er með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og nær samningurinn við Græna framtíð yfir starfsemi þess í öllum þremur löndum. „Þessi samningur hefur gert það að verkum að okkar fyrirtæki getur vaxið mjög hratt á Skandinavíumarkaði. Mun hraðar en við bjuggumst við. Við höfum verið á minni mörkuðum svo sem eins og í Færeyjum, Grænlandi, Nýfundnalandi og Álandseyjum,“ segir Bjatmar. Þetta hafi auðveldað þessu unga sprotafyrirtæki sem var stofnað árið 2009 að færa út kvíarnar enn frekar. Dennis Landbo Nielsen, forstjóri Mondux, segir að samstarfið við Græna framtíð feli í sér mikla möguleika fyrir félagið. Það gefi Mondux tækifæri á að öðlast grænar umhverfisvottanir og um leið efli það ímynd þess sem grænt fyrirtæki gagnvart viðskiptavinum og öðrum hagsmunaðilum á danska markaðinum. „Okkar sérhæfing er sú að við tökum í raun og veru ónýt eða biluð raftæki, gömul eða alveg ónýt og við komum þeim í endurnýtingu, ekki endurvinnslu,“ segir Bjartmar. En á þessu sé mikill munur en Græn framtíð sé í samvinnu við sérfræðinga á þessum sviðum í Evrópu og tekur við öllum smátækjum til enduervinnslu hér á landi. Tæki sem ekki sé hægt að gera við séu notuð í varahluti. Tækin séu sem sagt gjörnýtt. „Algjörlega og það er 21. aldar leiðin. Tuttugustu aldarleiðin var að endurvinna þessa hluti, ná í málmana, plastið og annað. Núna er þetta bara orðið svo rosalega mikið og Sameinuðu þjóðirnar telja að það falli til um 50 milljón tonn af rafeindaúrgangi á ári,“ áréttir Bjartmar. Þetta sé dæmi um grænt sprotafyrirtæki sem muni skapa sérhæfð störf hér á landi, en með samningnum við Mondux standi til að ráða fólk á Íslandi til að fara yfir tækin sem verði flutt frá Skandinavíu til Íslands. „Þegar við náðum þessum samningi í Danmörku sigruðum við fyrirtæki á heimsmarkaði sem er skráð í kauphöllinni í London og það sýnir það að íslenskt umhverfishugvit er samkeppnishæft í útlöndum,“ segir Bjartmar stoltur, enda aðeins um fjögur ár síðan hugmynd hans kviknaði í kjallaranum heima hjá honum.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent