Íslendingar úr felum skattaskjóla Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 13. júlí 2013 11:37 Steinþór Haraldsson segir að það sé orðið erfiðara fyrir auðmenn að geyma eignir sínar erlendis. Íslendingum sem yfirgefa skattaskjólin og gera sjálfviljugir grein fyrir eignum sínum og fjármunum í útlöndum hefur fjölgað, að sögn Steinþórs Haraldssonar, skrifstofustjóra hjá Ríkisskattstjóra. „Það er orðið erfiðara að geyma eignirnar erlendis þótt það opnist að vísu alltaf nýjar gáttir. Ég veit til þess að „sómakærir“ framteljendur, sem eru hreinlega í vandræðum með eignir sem hafa „lent“ á aflandsreikningum, hafi leitað til sérfræðinga um hvernig eigi að koma þessum peningum aftur í umferð án þess að bíða tjón af. Okkar hlutverk er að fylgjast með þessu og einnig þeim sem sjá að sér,“ greinir Steinþór frá. Að sögn Steinþórs er ekki hægt að segja til um hversu margir hafi sjálfviljugir ákveðið að telja allt fram. „Við höfum ekki haldið kerfisbundið utan um fjöldann. Þessi mál geta auk þess verið mjög flókin,“ segir hann. Ríkisskattstjóra er heimilt að bæta 25 prósenta álagi við endurútreikninga á vantöldum skattstofnum þegar menn koma úr felum. Upphæðirnar sem um er að ræða eru í mörgum tilvikum verulega háar, að því er Steinþór segir. Steinþór getur þess að auðvitað sé það oftast að frumkvæði skattayfirvalda sem menn opna sínar bækur. „Þá er þetta meira á skattrannsóknarstigi og athugað hvernig menn hafa eignast fjármunina. Við tökum auðvitað skýringar gildar ef menn hafa greitt tekjuskatt annars staðar og ef inneign hefur myndast með eðlilegum hætti. Það fer eftir eðli máls hvort skattsektum eða almennum refsiúrræðum er beitt.“ Alþjóðleg samvinna í skattamálum til þess að koma í veg fyrir undanskot frá skatti fer vaxandi, að því er Steinþór bendir á: „Alþjóðlega samfélagið er farið að horfa öðruvísi á þetta en áður. Sú tilhneiging nær hingað til lands með einhverjum hætti.“ Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Sjá meira
Íslendingum sem yfirgefa skattaskjólin og gera sjálfviljugir grein fyrir eignum sínum og fjármunum í útlöndum hefur fjölgað, að sögn Steinþórs Haraldssonar, skrifstofustjóra hjá Ríkisskattstjóra. „Það er orðið erfiðara að geyma eignirnar erlendis þótt það opnist að vísu alltaf nýjar gáttir. Ég veit til þess að „sómakærir“ framteljendur, sem eru hreinlega í vandræðum með eignir sem hafa „lent“ á aflandsreikningum, hafi leitað til sérfræðinga um hvernig eigi að koma þessum peningum aftur í umferð án þess að bíða tjón af. Okkar hlutverk er að fylgjast með þessu og einnig þeim sem sjá að sér,“ greinir Steinþór frá. Að sögn Steinþórs er ekki hægt að segja til um hversu margir hafi sjálfviljugir ákveðið að telja allt fram. „Við höfum ekki haldið kerfisbundið utan um fjöldann. Þessi mál geta auk þess verið mjög flókin,“ segir hann. Ríkisskattstjóra er heimilt að bæta 25 prósenta álagi við endurútreikninga á vantöldum skattstofnum þegar menn koma úr felum. Upphæðirnar sem um er að ræða eru í mörgum tilvikum verulega háar, að því er Steinþór segir. Steinþór getur þess að auðvitað sé það oftast að frumkvæði skattayfirvalda sem menn opna sínar bækur. „Þá er þetta meira á skattrannsóknarstigi og athugað hvernig menn hafa eignast fjármunina. Við tökum auðvitað skýringar gildar ef menn hafa greitt tekjuskatt annars staðar og ef inneign hefur myndast með eðlilegum hætti. Það fer eftir eðli máls hvort skattsektum eða almennum refsiúrræðum er beitt.“ Alþjóðleg samvinna í skattamálum til þess að koma í veg fyrir undanskot frá skatti fer vaxandi, að því er Steinþór bendir á: „Alþjóðlega samfélagið er farið að horfa öðruvísi á þetta en áður. Sú tilhneiging nær hingað til lands með einhverjum hætti.“
Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent