Viðskipti innlent

Landsbankinn búinn að leiðrétta endurreikning

Landsbankinn hefur lokið við leiðrétta endurreikning meginþorra þeirra gengistryggðu húsnæðislána sem fordæmi Hæstaréttardóma eiga við um, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 

Leiðréttingin nái til um fimmtán hundruð lána með heildarniðurfærslu upp á um 6,7 milljarða króna. Eftir standi þau lán þar sem enn leiki vafi á um hvort öll skilyrði fyrir leiðréttingu séu uppfyllt.

Fjölmargir viðskiptavinir hafi fengið verulega niðurfærslu á höfuðstól eða umtalsverða endurgreiðslu á undanförnum vikum og mánuðum.

Í tilkynningunni segir að Landsbankinn vinni að leiðréttingu endurútreiknings bílalána og muni fyrstu viðskiptavinum sem hana fái verða tilkynnt um niðurstöðuna á næstu dögum.

Skoða þurfi þúsundir lána og ljóst að sú skoðun og leiðrétting endurreiknings muni taka umtalsverðan tíma. Ekki sé hægt að fullyrða að öll bílalán sem komi til skoðunar verði á endanum leiðrétt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×