Viðskipti innlent

Ekki gefin út fleiri þriggja stafa númer

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Björn segir mikilvægt að samkeppnisaðilar standi jafnfætis hvað varðar númer og því var þriggja stafa númer Já afturkallað.
Björn segir mikilvægt að samkeppnisaðilar standi jafnfætis hvað varðar númer og því var þriggja stafa númer Já afturkallað. MYND/GETTY
Póst og fjarskiptastofnun hefur nú afturkallað leyfi Já yfir númerinu 118. Upplýsingaveitan hefur eitt ár til að leggja númerið niður og taka í notkun nýtt fjögurra stafa númer.

Nokkrar breytingar eru yfirvofandi hjá Já.is, en Póst - og fjarskiptastofnun mun ekki lengur skylda fyrirtækið til að gefa út símaskrá á rafrænu formi, né verður það skyldað til að reka upplýsingaþjónustu um símanúmer í 118. Aftur á móti þarf Já áfram að gefa út prentaða símaskrá en fyrirtækið varðveitir gagnagrunn yfir öll símanúmer á Íslandi.

Björn Geirsson, forstöðumaður lögfræðideildar Póst – og fjarskiptaþjónustunnar segir þetta gert á samkeppnisforsemdum. Markaðurinn bjóði nú fyrst upp á að slík upplýsingaþjónusta sé samkeppnishæf.

Björn segir mikilvægt að samkeppnisaðilar standi jafnfætis hvað varðar númer og því var þriggja stafa númer Já afturkallað. Þriggja stafa númer eru mjög fágæt og ekki verða gefin út fleiri slík fyrir upplýsingaþjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×