Viðskipti innlent

Flestir ætla eingöngu að ferðast innanlands

Rúmlega helmingur þjóðarinnar ætlar eingöngu að ferðast innanlands í sumar
Rúmlega helmingur þjóðarinnar ætlar eingöngu að ferðast innanlands í sumar
Rúmlega helmingur þjóðarinnar ætlar eingöngu að ferðast innanlands í sumar, samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun MMR.

Litlar breytingar eru á ferðaætlunum Íslendinga frá því í fyrra. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust tæplega þrjátíu prósent ætla að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu.

Um sjö prósent sögðust eingöngu ætla að ferðast utanlands og tíu prósent sögðust ekki ætla að ferðast neitt í fríinu. Um þúsund einstaklingar, átján ára og eldri, voru valdir handahófskennt úr hópi MMR.

Nánar um könnunina hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×