Viðskipti innlent

Högnuðust um 837 milljónir á fyrsta fjórðungi

Hagar samþykktu árshlutarekning fyrir fyrsta ársfjórðung á stjórnarfundi í dag en í tilkynningu kemur fram að fyrirtækið hafi hagnast um 837 milljónir króna á fyrsta fjórðungi. Vörusalan var rétt rúmir átján milljarðar. Eigið fé félagsins nam níu og hálfum milljarði.

Hér eru helstu upplýsingar:

    Hagnaður tímabilsins nam 837 millj. kr. eða 4,6% af veltu.

    Vörusala tímabilsins nam 18.379 millj. kr.

    Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 1.336 millj. kr.

    Heildareignir samstæðunnar námu 26.274 millj. kr. í lok tímabilsins.

    Handbært fé félagsins nam 3.144 millj. kr. í lok tímabilsins.

    Eigið fé félagsins nam 9.568 millj. kr. í lok tímabilsins.

    Eiginfjárhlutfall var 36,4% í lok tímabilsins.

Vörusala tímabilsins nam 18.379 milljónum króna, samanborið við 17.364 milljónir króna árið áður. Söluaukning félagsins er 5,8%. Hækkun 12 mánaða meðaltals vísitölu neysluverðs milli rekstrarára var 4,23%.

Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 1.336 milljónum króna, samanborið við 1.137 milljónir króna árið áður. EBITDA framlegð var 7,3%, samanborið við 6,5% árið áður. Framlegð félagsins er 4.447 milljónir króna, samanborið við 4.185 milljónir króna árið áður eða 24,2% samanborið við 24,1%. Launakostnaður hækkar um 1,8% milli ára en ef tekið er tillit til einskiptisliðar á fyrra ári hækka laun um 5% milli ára. Annar rekstrarkostnaður hækkar um 2,8% milli ára. Kostnaðarhlutfallið í heild lækkar úr 17,7% (17,4% ef tekið er tillit til einskiptisliðar) í 17,1% milli ára.

Hagnaður rekstrarársins fyrir skatta nam 1.046 milljónum króna, samanborið við 797 milljónir króna árið áður.  Hagnaður eftir skatta nam 837 milljónum króna á tímabilinu, sem jafngildir um 4,6% af veltu. Hagnaður eftir skatta á fyrra ári var 628 milljónir.

Heildareignir samstæðunnar í lok tímabilsins námu 26.274 milljónum króna. Fastafjármunir voru 12.809 milljónir króna og veltufjármunir 13.465 milljónir króna. Þar af eru birgðir 5.567 milljónir króna en birgðir hafa aukist um 9,2% frá lokum síðasta rekstrarárs. Birgðir á sama tíma í fyrra námu 4.953 milljónum króna.

Eigið fé félagsins var 9.568 milljónir króna í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall 36,4%.  Heildarskuldir samstæðunnar voru 16.706 milljónir króna, þar af voru langtímaskuldir 8.490 milljónir króna. Í lok maí voru 500 milljónir króna greiddar inn á langtímalán félagsins, umfram lánssamning. Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins í lok tímabilsins voru 5.143 milljónir króna.

Handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 948 milljónum króna, samanborið við 1.347 milljónir króna á fyrra ári. Fjárfestingarhreyfingar tímabilsins voru 93 milljónir króna og fjármögnunar­hreyfingar 658 milljónir króna. Handbært fé í lok tímabilsins var 3.144 milljónir króna, samanborið við 2.773 milljónir króna árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×