Fjöldi ungmenna fær vinnu í sumar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum 10. júní 2013 07:22 Mikill fjöldi ungmenna á aldrinum 16-23 ára fær vinnu hjá sjávarútvegsfyrirtækjum um allt land í sumar. Flest starfanna eru annað hvort í fiskvinnslu eða í umhverfisverkefnum á svæði sjávarútvegsfyrirtækjanna. Fjallað er um málið á vefsíði LÍÚ. Þar segir að í sumar mun Samherji ráða til sín yfir 100 ungmenni, flest í landvinnslu bæði á Akureyri og Dalvík en þó munu nokkur þeirra starfa við sjómennsku. Ásgeir Gunnarsson, útgerðarstjóri, hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði segir fyrirtækið ráða um 70 manns til vinnu á aldrinum 16-20 ára. „Það er sérstaklega gaman að sjá hvað margir vilja vinna hjá okkur ár eftir ár. Hópurinn sinnir fjölbreyttum störfum í viðhaldi og fegrun umhverfisins þótt flestir vinni í störfum tengdum humarveiðum og vinnslu." „Við náum því miður ekki að ráða alla sem sækja um en sem betur fer hefur ferðaþjónustan vaxið mikið á svæðinu undanfarin ár auk þess sem margir úr þessum aldurshópi vinna í bæjarvinnunni. Hér er því ekkert atvinnuleysi meðal þessa hóps yfir sumarmánuðina," segir Ásgeir. „Við réðum 36 harðduglega krakka til okkar í sumar," segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri hjá Hraðfrystihúsinu- Gunnvöru hf í Hnífsdal. „Margir þeirra hafa unnið hjá okkur áður auk þess sem foreldrar margra þeirra starfa hjá fyrirtækinu. Þau sinna ýmsum störfum, þó aðallega í vinnslu," segir Einar. Hópurinn er á aldrinum 16-23 ára. Sömu sögu er að segja frá Neskaupstað þar sem 70 ungmenni voru nýverið ráðin til sumarstarfa hjá Síldarvinnslunni. Sjá nánar hér. Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Mikill fjöldi ungmenna á aldrinum 16-23 ára fær vinnu hjá sjávarútvegsfyrirtækjum um allt land í sumar. Flest starfanna eru annað hvort í fiskvinnslu eða í umhverfisverkefnum á svæði sjávarútvegsfyrirtækjanna. Fjallað er um málið á vefsíði LÍÚ. Þar segir að í sumar mun Samherji ráða til sín yfir 100 ungmenni, flest í landvinnslu bæði á Akureyri og Dalvík en þó munu nokkur þeirra starfa við sjómennsku. Ásgeir Gunnarsson, útgerðarstjóri, hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði segir fyrirtækið ráða um 70 manns til vinnu á aldrinum 16-20 ára. „Það er sérstaklega gaman að sjá hvað margir vilja vinna hjá okkur ár eftir ár. Hópurinn sinnir fjölbreyttum störfum í viðhaldi og fegrun umhverfisins þótt flestir vinni í störfum tengdum humarveiðum og vinnslu." „Við náum því miður ekki að ráða alla sem sækja um en sem betur fer hefur ferðaþjónustan vaxið mikið á svæðinu undanfarin ár auk þess sem margir úr þessum aldurshópi vinna í bæjarvinnunni. Hér er því ekkert atvinnuleysi meðal þessa hóps yfir sumarmánuðina," segir Ásgeir. „Við réðum 36 harðduglega krakka til okkar í sumar," segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri hjá Hraðfrystihúsinu- Gunnvöru hf í Hnífsdal. „Margir þeirra hafa unnið hjá okkur áður auk þess sem foreldrar margra þeirra starfa hjá fyrirtækinu. Þau sinna ýmsum störfum, þó aðallega í vinnslu," segir Einar. Hópurinn er á aldrinum 16-23 ára. Sömu sögu er að segja frá Neskaupstað þar sem 70 ungmenni voru nýverið ráðin til sumarstarfa hjá Síldarvinnslunni. Sjá nánar hér.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira