Viðskipti innlent

Stjórnarformaður FME er með 400.000 á mánuði

Aðalsteinn Leifsson stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins (FME) segir að hann sé með 400.000 kr. í mánaðarlaun en ekki 600.000 kr, eins og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hefur haldið fram á bloggsíðu sinni.

Þetta kemur fram í grein sem Aðalsteinn ritar í Fréttablaðið í dag vegna ummæla ráðherrans. Þar segir að Eygló dragi fram mun á greiðslum fyrir stjórnarformennsku í Fjármálaeftirlitinu og Tryggingastofnun ríkisins og skrifar: „Stjórnarformaður FME fær 600.000 kr. á mánuði en stjórnarformaður Tryggingastofnunar ríkisins fær greiddar 60.000 kr. á mánuði. Eru verkefni FME virkilega tíu sinnum erfiðari eða virðingarmeiri en verkefni Tryggingastofnunar? Nei, ég held nú síður.“

Síðan segir Aðalsteinn: “Þegar ég tók við stjórnarformennsku í FME í júní 2011 var greiðsla fyrir vinnuna 600.000 kr. Ein af ástæðunum fyrir þeirri háu greiðslu var sú mikla vinna sem staðan krafðist vegna endurreisnar fjármálakerfisins og FME. Haustið 2012 bað ég sjálfur ráðherra um að lækka launin um þriðjung vegna þess að uppbygging fjármálakerfisins og FME gengi vel og því mætti búast við að álagið myndi minnka. Með þessu vildi ég undirstrika að sýnd væri ráðdeild í störfum FME og gefa fordæmi um að gæta nægjusemi í launum á fjármálamarkaði. Ráðherra varð við þessu og því eru laun stjórnarformanns 400.000 kr. – ekki 600.000 kr.” Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×