Viðskipti innlent

Leigusamningum fjölgar milli mánaða og ára

Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði á landinu var 713 í maí. Þetta er fjölgun um 10% frá apríl og um 16,3% frá því í maí í fyrra.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að mest var fjölgunin milli ára á Austurlandi eða 140% en þess ber að geta að aðeins fimm samningar eru að baki þeirri fjölgun.

Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vel yfir helmingur allra leigusamninga er gerður fjölgaði þeim um 13,7% á milli ára.

Mesta fækkun var á Vestfjörðum eða 40% en að baki þeirri fækkun eru aðeins tveir samningar. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×