Viðskipti innlent

Seðlabankinn seldi krónur fyrir tæpa 10 milljarða

Í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans í gærdag voru seldar krónur fyrir evrur að andvirði 9.9 milljarða kr. Hvað kaup á evrum fyrir krónur varðar nam upphæðin rúmlega 44 milljónum evra.

Hvað krónurnar varðar segir á vefsíðu Seðlabankans að útboðsverðið var ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama sem var ákvarðað 221 kr. fyrir hverja evru. Alls bárust 39 tilboð að fjárhæð 22 milljörðum kr. og var tilboðum að fjárhæð 9,9 milljarða kr. tekið.

Hvað evrurnar varðar bárust alls 95 tilboð að fjárhæð 47,1 milljónir evra og var tilboðum að fjárhæð 44,1 milljónum evra tekið. Útboðsverðið var ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama verði sem var ákvarðað 210 kr. fyrir hverja evru. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×