Viðskipti innlent

Dótturfélög Regins hf. sameinuð

Dótturfélag Regins hf., Reginn atvinnuhúsnæði  og dótturfélög þess  Reginn A1 ehf., Reginn A2 ehf. og Reginn A3 ehf., hafa verið sameinuð með staðfestingu á samrunaáætlun á hluthafafundi félaganna þann 11. júní 2013.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að félögin séu sameinuð undir Reginn A1 ehf.  Samhliða  samrunanum mun nafni Regins A1 ehf. verða breytt í Reginn Atvinnuhúsnæði ehf.  Samruninn muni gilda frá og með 1. janúar 2013. Samruni þessi hefur engin áhrif á fjárhagsstöðu móðurfélagsins Reginn hf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×