Viðskipti innlent

Býður flugfargjöld innanlands án skatta og gjalda

Dagana 14. – 18. júní mun Flugfélag Íslands bjóða öll fargjöld innanlands án skatta og gjalda sé bókað á netinu.  Eina sem þarf að gera er að fara inná vef félagsins og slá inn flugsláttinn SUMAR.

Í tilkynningu segir að þetta sé gert til að koma til móts við landsmenn sem vilja nýta sér flugið innanlands í sumar.  Skattur og gjöld af flugfarseðlum hafa hækkað talsvert undanfarin misseri og eru til dæmis ekki eins frá Reykjavíkurflugvelli og frá öðrum áfangastöðum innanlands.  Flugvallaskatturinn er hærri frá Reykjavíkurflugvelli.

Tilboðið verður í gildi frá 14. – 18. júní en ferðatímabilið er hásumarið eða 18.júní – 18.ágúst.

Með þessu vona forsvarsmenn Flugfélagsins að enn fleiri nýti sér flugið innanlands til dæmis á hina ýmsu viðburði sem í boði verða á áfangastöðum félagsins í sumar, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×