Viðskipti innlent

Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir tæpan milljarð í maí

Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir tæpan milljarð kr. á millibankamarkaðinum í maí. Þetta kemur fram í hagtölum bankans.

Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 15,1 milljarði kr. í maí sem er 54,1% meiri velta en í fyrri mánuði. Gjaldeyrissala Seðlabankans nam 958 milljónum kr. eða 6,4% af heildarveltu mánaðarins.

Meðalgengi evru gagnvart krónu var 1,6%  hærra í maí en í fyrri mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×