Viðskipti innlent

Slitastjórn Landsbankans seldi kröfur í Glitni fyrir 28 milljarða

John Paulson hefur gengið illa eftir að veðmál hans á gullmörkuðum heimsins gengu ekki eftir.
John Paulson hefur gengið illa eftir að veðmál hans á gullmörkuðum heimsins gengu ekki eftir.

Slitastjórn gamla Landsbankans (LBI) seldi í mars allar kröfur sínar á hendur þrotabúi Glitnis fyrir 28 milljarða króna. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst var bandarískur vogunarsjóður í eigu John Paulson á meðal þeirra sem keyptu hluta af kröfunum.

Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að vogunarsjóður þessi hagnaðist um 3,7 milljarða dollara, jafnvirði 460 milljarða króna, á hruni bandaríska undirmálslánamarkaðarins 2007. Slitastjórn LBI vildi ekkert tjá sig um kaupendur að kröfunum þegar eftir því var leitað.

Samkvæmt kröfuhafalista Glitnis, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, á vogunarsjóðurinn Paulson Credit Opportunies – hann er með um 6 milljarða dollara í stýringu – nú kröfur á bú Glitnis fyrir um 20 milljarða króna að nafnvirði. Sjóðurinn á því rétt undir 1% allra samþykktra krafna á hendur Glitni.

Við þetta má bæta að sjóðum á vegum John Poulson hefur gengið afleitlega á undanförnu ári. Þeir tóku stórar stöður í gulli og veðjuðu á að það myndi hækka áfram í verði. Hinsvegar hrundi gullverðið á liðnum vetri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×