Viðskipti innlent

Seðlabankinn beitir fleiri stjórntækjum á gjaldeyrismarkaði

Inngrip á gjaldeyrismarkaði eru ekki eina stjórntækið sem Seðlabankinn hefur til þess að hafa áhrif á gengi krónunnar. Að mati Peningastefnunefndar er eðlilegt að Seðlabankinn hafi einnig áhrif á gjaldeyrisviðskipti aðila sem standa frammi fyrir stórum gjalddögum á erlendum lánum með tillit til áhrifa þeirra á gengi krónunnar.

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að með öðrum orðum getur Seðlabankinn stýrt því hvernig innlendir aðilar safna gjaldeyri upp í væntanlegar endurgreiðslur á erlendum lánum með því að stjórna hvernig undanþágur frá fjármagnshöftum eru veittar.

Samkvæmt stefnunni sem nefndin hefur markað á að nota þann gjaldeyri sem bankinn kaupir vegna tímabundins innflæðis til þess að styðja við krónuna í gjaldeyrisútstreymi. Má því búast við að Seðlabankinn hefji kaup á gjaldeyri í sumar þegar aukinn straumur erlendra ferðamanna kemur til landsins. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×