Viðskipti innlent

Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 16% milli ára

Í maí flutti Icelandair 192 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 16% fleiri en á síðasta ári.

Í tilkynningu um flutningstölur félagsins í maí segir að framboðsaukning á milli ára nam 24% og sætanýting var 78,7% samanborið við 82,0% á sama tíma í fyrra.  Farþegum fjölgaði mest á N-Atlantshafsmarkaðinum eða um 32% og voru þeir  45% af heildarfarþegafjölda félagsins í millilandaflugi.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 25 þúsund í maí og fækkaði um 11% á milli ára.  Framboð félagsins í maí var dregið saman um 16% samanborið við maí 2012. Sætanýting nam 70,3% og jókst um 1,9 prósentustig á milli ára.

Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 3% á milli ára.  Fraktflutningar jukust um 3% frá því á síðasta ári. Seldum gistinóttum á hótelum félagsins fjölgaði um 8% miðað við maí á síðasta ári. Herbergjanýting var 72,1% samanborið við 71,1% í maí í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×