Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóðanna minnkuðu milli mánaða

Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 2.463 milljörðum kr. í lok apríl s.l. og hafði lækkað um 11 milljarða kr. eða 0,4% frá lokum mars.  Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Innlend verðbréfaeign jókst um rúma 12 milljarða kr. og var tæpir 1.787 milljarðar kr. í lok mánaðar.  Mesta aukningin var í innlendum hlutabréfum en þau jukust um 6,5 milljarða kr. og í ríkisskuldabréfum sem jukust um rúma 3 milljarða kr. 

Erlend verðbréfeign lækkaði hins vegar um 22 milljarða kr. eða tæp 4% og var 537 milljarðar kr. í lok mánaðarins.  Stafar það fyrst og fremst af lækkun erlendra hlutabréfa og hlutabréfasjóða sem alls lækkuðu um rúma 18 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×