Viðskipti innlent

Eignir fjármálafyrirtækja á við fimmfalda landsframleiðslu

Heildarfjármunaeign fjármálafyrirtækja á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 8.448 milljörðum kr. og hækkaði um 44  milljarða kr. frá árslokum 2012. Þetta samsvarar um fimmfaldri landsframleiðslu landsins.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að þessa hækkun má rekja til hækkunar á verðbréfaeign annarri en hlutabréfum um 63 milljarða kr. og hækkun á hlutafjáreign og hlutdeildarskírteinum um 24,5 milljarða kr.  Seðlar og innstæður lækkuðu um 47 milljarða kr. á sama tíma.

Heildarskuldir fjármálafyrirtækja námu 8.254 milljörðum kr. Nettó fjármunaeign fjármálafyrirtækja nam 193,7 milljörðum kr. í lok fyrsta ársfjórðungs. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×