Viðskipti innlent

Stefnir hf. á tæplega 13% hlut í Reginn

Stefnir hf., fyrir hönd sjóða í rekstri félagsins, á orðið 12,82% hlut í Reginn. Þessu var flaggað í Kauphöllinni þar sem hlutur Stefnis er kominn yfir 10% markið.

Í flögguninni kemur fram að Stefnir hf. hafi bætt við sig 40 milljónum hlutum í Reginn og þar með hafi félagið farið yfir fyrrgreind mörk.

Eins og fram hefur komið í fréttum seldi Landsbankinn 25% hlut sinn í Reginn í útboði í gær. Miðað við gengið í útboðinu (meðalgengið var 12,5 kr. á hlut)  hefur Stefnir hf. greitt í kringum hálfan milljarð kr. fyrir fyrrgreinda hluti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×