Viðskipti innlent

Styrking á gengi krónunnar lækkar byggingarkostnað

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan maí 2013 er 118,2 stig sem er lækkun um 0,3% frá fyrri mánuði. Verð á innfluttu efni lækkaði um 1% sem skýrir lækkun vísitölunnar.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Vísitalan gildir í júní.  Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 2,8%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×